27.08.1942
Sameinað þing: 8. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í D-deild Alþingistíðinda. (914)

66. mál, launabætur embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins

Pétur Ottesen:

Þetta mál hefur borið hér að á eðlilegan hátt. Það er flutt í lagaformi, og þannig hefði átt að afgreiða það. Það hefði verið þinglegri afgreiðsla en með þál. í Sþ.

Mér skilst eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, að málið hafi fengið þann undirbúning, sem venja er til í höndum beggja fjhn. Þess vegna held ég ekki, að það sé brot á neinni þinglegri reglu, þó að því verði ekki vísað til n. nú. Reglan er þvert á móti brotin með breyt. um flutning málsins. Það líður að þinglokum, og því er þess ekki að vænta, að fjvn. geti lagt að nýju vinnu í þetta margbrotna mál. Það er því eðlilegast, eins og komið er, að láta nægja þá athugun, sem það hefur þegar fengið. Ég greiði því atkv. gegn því, að það fari nú til fjvn.