31.08.1942
Sameinað þing: 10. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í D-deild Alþingistíðinda. (942)

62. mál, verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir

Flm. (Bjarni Ásgeirsson) :

Ég ætla litlu að svara hv. 6. þm. Reykv. (BrB), þar eð það mál, verðpólitíkin, er hann talaði mest um, er ekki tekið fyrir í till. Það mál er nú í höndum verðlagsnefndar og því ekki hér til ákvörðunar í þessari þáltill. Stj. mun hafa heimild í l. til þess að verðbæta það kjöt, sem selt er á innlendum markaði, og það getur verið athugandi að gera það.

Ég ræði ekki heldur frekara það, sem hv. þm. sagði, að ástæða væri til að taka öll verðlagsmál landbúnaðarins fastari tökum. Nú hafa verkamenn fengið sínar kjarabætur, og á eftir munu koma kjarabætur bændanna. En þau mál munu þó meir rædd síðar.

En um efni þáltill. er það skemmst að segja, að hún tryggir, að bændur fái það verð fyrir útflutt kjöt, sem hægt er að fá á innlenda markaðinum.

Mér skilst af ræðu hv. 6. þm. Reykv., að hann vilji helzt fá stj. verðlagsvaldið. En ég veit ekkert, hvort hún vill það. Ég sé ekki ástæðu til að neyta um það, eins og sakir standa, og mun ég ekki greiða þessari brtt. atkv.