01.09.1942
Sameinað þing: 11. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 66 í D-deild Alþingistíðinda. (971)

8. mál, úthlutun bifreiða

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson) :

Í tilefni af yfirlýsingu hv. 1. landsk. (SigfS) vil ég benda honum á, að það er ákaflega leiðinlegt, að hann „vitnar“ hér á móti betri vitund, því að hann var nýlega búinn að hlusta á hv. 1. þm. Árn. (JörB) kannast við að hafa sent hann á nefndarfund. Hv. 2. þm. Skagf., sem kom á fundinn ekki sem flm. þál., því að þá hefði hann komið til að upplýsa málið, heldur sem nm. í stað annars nm. (SigfS: Hann greiddi ekki atkv.). Það voru aldrei greidd atkv. um till. Í fyrra skiptið kom hv. 2. þm. Skagf. fyrir 1. þm. N.-M., en í hitt skiptið fyrir 1. þm. Árn., svo að það þýðir ekki að þræta, enda eru allir nm. til vitnis um það atriði.