15.12.1942
Neðri deild: 15. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 845 í B-deild Alþingistíðinda. (1111)

11. mál, laun embættismanna

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég kaun ekki við, að þetta mál fari út úr d. án þess að segja um það nokkur orð, því að ég er málinu ekki alveg samþykkur. Það er alveg rétt hjá hv. flm., að laun dýralækna eru lág, en ég hefði haldið, að úr því að byrjað var að breyta launum dýralækna, ætti að vera með þá eins og aðra lækna, að það ætti að flokka þá, setja þá í launaflokka eftir því, hvað búizt er við, að héruðin hafi mikla praksís. Nú er það svo, að tvö þeirra embætta, sem hér eru, hafa hér um bil engar tekjur, þrjú gefa þó nokkrar tekjur, og eitt gefur tvöfaldar til þrefaldar tekjur á við embættislaunin. Þess vegna held ég, að rétt sé að flokka embættin og læknarnir hafi misjöfn laun, þannig að þeir, sem búa við tekjurýrari héruðin, hafi hærri laun en hinir, sem hafa miklar aukatekjur. Þessa skoðun vil ég láta koma fram hjá mér, áður en málið fer út úr hv. d., þó að ég hafi ekki séð ástæðu til að bera fram brtt., enda er það ekki hægt, þar sem málinu liggur svo mikið á, að það þarf að afgreiða það frá d. nú við tvær umr. sama daginn. En þann eftirrekstur skil ég nú ekki.