05.01.1943
Efri deild: 24. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1368 í B-deild Alþingistíðinda. (115)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Gísli Jónsson:

Í ræðu hæstv. atvmrh. fólst viðurkenning alls þess, sem ég hélt fram. Þegar tveir ráðherrar segja, að fiskiflotinn hafi stöðvað siglingar sínar, en verði að fara allur af stað næstu dagana, eru styrjaldarþjóðum gefnar hinar háskalegustu upplýsingar. Á hvað skyldu Þjóðverjar hlusta betur en áramótaræður ráðherra? — Þeir hlusta á allt. Það er eins og Þjóðverjum sé sagt að vera nú viðbúnir og senda kafbáta sina eða flugvélar að taka móti þeim skipum, sem nú skulu send út. Slík orð er ekki hægt að taka aftur, því miður, aðeins koma í veg fyrir þau í framtíðinni.

Hefði hæstv. atvmrh. sett sig inn í málin, hefði hann ekki beint þeim orðum til útgerðarmanna, sem hann gerði. Hefði hann vitað t.d., að félag eitt með 690 þús. kr. nettó-tekjur varð á s.l. ári að borga yfir 700 þús. í skatta, hefði hugmynd hans um eftirstöðvar hins „skjótfengna“ gróða e.t.v. eitthvað breytzt. Það er ekki von, að hann hafi fylgzt hér með málum á þingi. En hann hefði getað kynnt sér þau. Ég sem landsbankastjóri ætti hann eitthvað að vita. Eitt af þeim skipum, sem Landsbankinn „finanserar“, tapaði nýlega ekki minna en 110 þús. kr. á 30 daga veiðiför. Þegar svo er búið að taka allt af fyrirtækjunum, annaðhvort í skatta eða binda féð þar, sem ekki má hreyfa það, þá væri sæmra fyrir ráðh. að kynna sér staðreyndir nar, áður en hann kastar fram stóryrðum. Ég veit, að hefði hann gert það, hefði þeim ekki verið kastað fram. — Þjóðin getur ekki starfað, nema útgerð haldi áfram.