18.01.1943
Efri deild: 35. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (1155)

82. mál, dýralæknar

Frsm. (Eiríkur Einarsson):

Þetta frv. um breyt. á l. um dýralækna er hingað komið til hv. Ed. frá landbn. Nd. Það er ekki margbrotið, og fá atriði í því koma til álita. Meginbreytingin er sú, að einn dýralæknanna verði yfirdýralæknir, sá er hefur aðsetur í Rvík, vegna þeirrar sérstöðu hans: Launakjör hans verða hin sömu, en auk þess er honum ætlað dálitið skrifstofufé. Um þetta mál hefur enginn ágreiningur orðið í landbn. Ed., og hefur hún orðið ásátt um að mæla með því án breyt.

Ég vil aðeins taka það fram frá eigin brjósti, að þetta er alveg eðlileg skipan, að einn dýralæknanna hafi yfirumsjón, og geti starfsbræður hans leitað til hans, og eins er eðlilegt, að hann verði hér í Rvík.

Það er minnzt á það í 2. Gr. frv., hvað þetta sé ábyrgðarmikið starf, því að hann á bæði að vera ráðunautur stj. í búpeningsmálum og halda uppi sóttvörnum gegn öllum meinum búfjársjúkdómum.

Ef þessara mála hefði verið betur gætt undanfarið bæði af almenningi og þeim, er um þau eiga sérstaklega að fjalla, þá hefði öðruvísi getað farið en farið hefur. Ég segi þetta ekki til að bera sök til eins eða neinna, heldur til að sýna mikilvægi þessa starfssviðs, sem útheimtir viðsýni, þekkingu og vilja.

Annars afmarkar þetta frv. ekki skýrt starfssvið yfirdýralæknisins, eða ekki til hlítar. Þar er t.d. ekker t tekið fram um mæðiveikivarnirnar; sem sérstök n. hefur fjallað um. Um þetta yrði þá að líkindum sett reglugerð síðar.

Ég endurtek svo, að landbn. hefur orðið sammála um að mæla með frv. óbreyttu.