19.01.1943
Efri deild: 36. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 853 í B-deild Alþingistíðinda. (1181)

112. mál, happdrætti

Haraldur Guðmundsson:

Herra forseti. — Formaður n., sem er frsm., er fjarverandi, en ég lofaði honum, ef hann væri ekki við, að hlaupa í skrápana fyrir hann.

Ástæðurnar er að finna í grg. og fskj. Breyt., er í frv. felst, er sú, að nú verði með l. ákveðið, að fjmrh. ákveði fyrir 1 ár í senn verð miða, að fengnum till. happdrættisstjórnar. Í lögum er ákveðið, að tala happdrættismiða skuli vera 5000. Ef tölur þessar haldast óbreyttar, verður afleiðingin sú, að vinningar verða að hækka. En jafnframt vilja þeir fá heimild til þess að fjölga, ef það þykir betra. Upphaflega var í lögum ákveðið, að verð hvers heils miða skuli vera 60 kr. á ári. En þetta breyttist upp í 80 kr. árið 1941.

Nokkur ágreiningur hefur risið milli stjórnar happdrættisins og umboðsmanna þess. Þeir geta ekki við unað þá umboðsþóknun, sem happdrættið hefur veitt, en þið mun vera 7% af seldum miðum, og fara þeir fram á hækkun. Stjórn happdrættisins telur það ekki fært, án þess að raska fjárhagsgrundvelli laganna. Þar sem lögákveðið er, að 70% af verði seldra happdrættismiða skuli vera varið til að greiða vinninga og hefur því happdrættisstjórn heldur mælt á. móti þeirri leið að hækka verð miðanna. Það hefur ver ið lagt til að hækka heldur ver ð miða án þess að hækka umboðslaun að prósentutölu. Ég skal geta þess, að við höfum allir í n. óbundnar hendur um einstök atriði frv. og frv. í heild, þótt við höfum orðið sammála um að leggja það fyrir þingið í þeirri mynd, sem stj. happdrættisins lagði það fyrir.

Það mun vera eftir 1 ár af upphaflegum leyfistíma happdrættisins og til viðbótar þau 3 ár, sem leyfið var framlengt um.

Á þskj. 1–3 er yfirlit yfir útkomu á rekstri happdrættisins þann tíma, sem háskólinn hefur notið þess, og yfirlit yfir, hvernig stendur með byggingu háskólans og annað, sem ágóða happdrættisins er varið til. Það er till. n., að frv. verði vísað til 2. umr., og áskilur n. sér rétt til að koma með brtt. síðar, ef þurfa þykir.