12.03.1943
Efri deild: 72. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1373 í B-deild Alþingistíðinda. (125)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Hv. þm. Barð. fullyrðir, að umrætt skip hafi haft leyfi Bandaríkjastjórnar til fólksflutninga yfir hafið og að það hafi heitið Hamóna. Ég efast ekki um, að hann hafi meiri þekkingu í þessu efni en aðrir hér, en ég vil spyrja hann, hvort hann muni ekki eftir því, að Hamóna fékk leyfi til að flytja fisk til Englands, og eftir þriðju ferðina var skipið bundið við hafnarbakkann og nokkru af þilfari þess mokað á land. Vil ég spyrja hv. þm., hvort hann áliti þetta bera vott um gott eftirlit Íslendinga með útbúnaði skipa.