28.01.1943
Neðri deild: 44. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (1274)

114. mál, hafnarlög fyrir Keflavík

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Eins og hv. þm. G.-K. veik að, var ég, sem hafa átti framsögu n. við 2. umr., ekki viðlátinn þá fyrr en lítið eitt um seinan, og kom þó raunar ekki að sök, enda var n. sammála. En um 10. gr. frv. vil ég taka fram, að slík ákvæði eru í hafnarl. fyrir flesta smærri staði, þótt ekki þyki nauðsyn til bera, að þau séu í hafnarl. kaupstaðanna, sem hafa fleiri og meiri tekjugreinar. Um þetta ákvæði er það að segja, að þeir, sem að þessum málum standa í Keflavík, hafa lýst yfir því, að þeir muni ekki hagnýta sér þetta 1% af aflanum. En hins vegar þykir rétt eigi að síður að hafa þetta ákvæði í l. og nauðsynlegt, ef höfnin lenti í fjárkröggum, og hefur það því verið lagt til, að þetta ákvæði yrði sett sem heimildarl.