18.12.1942
Efri deild: 19. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í B-deild Alþingistíðinda. (1304)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Hermann Jónasson:

Það er í sambandi við ummæli hv. þm. Barð., sem ég vil segja nokkur orð til upplýsingar n., sem fær þetta mál.

Hv. þm. sagði, að fyrrv. forsrh. byggi áfram í forsætisráðherrabústaðnum. Ég vil upplýsa þetta fyrir n., og mér er kærkomið að fá tækifæri til að upplýsa það hér opinberlega, hver er ástæðan fyrir því, að ég bý í þessu húsi enn þá. Það er eins og alltaf gengur, að það breiðast út sögar, sem ég hef ekki séð ástæðu til að leiðrétta, en hv. þm. Barð. hefði þó getað tekið fram það, sem rétt er í þessu máli.

Þegar ég lét af ráðherrastarfi, ætlaði ég að flytja úr bústaðnum og sagði upp leikutaka í húsi sínu, nr. 42 í sömu götu. Þar sem ég hafði gert þetta með lögboðnum fyrirvara, var fólkinu skylt að víkja með því fororði, að ég gæti sannað, að ég flytti úr bústaðnum í hús mitt. Ég skrifaði húsaleigun. og bað um úrskurð, en hún úr skurðaði, að ekki lægi fyrir yfirlýsing frá ríkisstj. um, að hún þyrfti á bústaðnum að halda, og fengi ég ekki íbúðina, fyrr en slík yfirlýsing lægi fyrir. Ég ritaði þá ríkisstj. og sendi henni samrit af bréfi húsaleigun., en hef ekki enn fengið vottorð hennar og sit því fastur í bústaðnum. Ég býst við, að þetta stafi af því, að eftirmaður minn óskaði ekki eftir að flytja í ráðherrabústaðinn, en hefur hins vegar ekki viljað láta húsið standa autt og ekki kunnað við að leigja það. Húsið er til reiðu undireins og ég fæ vottorðið, og ég vil mjög gjarnan flytja í mitt eigið hús. Það eru óþægindi að því að búa í svo stóru húsnæði.

Ég geri ráð fyrir, að það, sem stungið er upp á, að nota ráðherrabústaðinn fyrir þm., geti vel komið til mála. Ég vil þó benda á, að frá mínu sjónarmiði er talsverður vandi að samrýma það, að þm. búi þar og að haldnar séu stórveizlur í sölunum niðri. Það þarf mikla aðgæzlu og hirðingu til þess að þetta geti farið saman, og auk þess mundi það trufla það næði, sem alþm. þurfa að hafa.