18.12.1942
Efri deild: 19. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 878 í B-deild Alþingistíðinda. (1306)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Flm. (Bernharð Stefánsson):

Ég vil þakka hv. þm. Barð. fyrir góðar undirtektir, og er sjálfsagt, að n. sú, sem fær málið til meðferðar, taki bendingar hans til athugunar. En ég get ekki neitað því, að mér finnst það bera vott um, að Alþ. slái því föstu, að forsrh. geti aldrei verið utanbæjarmaður, ef það ákveður forsrhbústaðinn fyrir þingmannabústað, en ætlar forsrh. veizlusalina niðri. Setjum svo. að forsrh. yrði maður, sem hefði verið búsettur utan bæjarins. Hann þyrfti meira en veizlusali, en eins og húsnæðisástandið er nú í Rvík, er ekki víst, að íbúð handa honum lægi laus fyrir. Í þessu sambandi vil ég minna á, að fyrsti ráðherra Íslands var sóttur norður á Ísafjörð. Þetta finnst mér að n. þurfi að hugsa um. Það væri tæplega for svaranlegt, ef forsrh. væri t.d. frá Seyðisfirði eða Vestmannaeyjum, að ætla honum eitt herbergi í þingmannabústað, þó að honum væri fengið húsnæði til veizluþarfa. Aðrir ráðherrar gætu einnig verið utanbæjarmenn og komizt í húsnæðisvandræði, en í lögum er beinlínis gert ráð fyrir því, að forsætisráðherra hafi embættisbústað, og verður því fyrst og fremst að fullnægja því.