04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (1323)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Eysteinn Jónsson:

Ég tel mikla nauðsyn, að utanbæjarþm. eigi aðgang að sæmilegum bústað hér í bænum, meðan þeir sitja á þingi, og yfirleitt þykir mér þetta frv. skynsamlegt og tel það til þess fallið að bæta úr þeirri þörf, sem hér er um að ræða. En ég stóð upp aðallega til þess að mæla í gegn brtt. hv. þm. N.-Þ. og tveggja annarra hv. þm. á 283. þskj. Ég tel sjálfsagt, ríkisstj. láti reisa hús til þessara þarfa, ef hún getur ekki fengið það öðruvísi, en ég óttast, að lítið gagn mundi verða að þessu frv., ef till. þeirra hv. þm. N.-Þ. yrði samþ. Ég tel, að málið verði varla leyst til frambúðar og með nógu virðulegum hætti, nema reist verði hús til þessara þarfa, þó að það verði ekki strax. Till. hv. þm. Borgf. um að taka forsrhbústaðinn og gera að þingmannabústað finnst mér fráleit. Virðist full nauðsyn að hafa sérstakan bústað handa forsrh., en þá er ekki um önnur hús að ræða en þetta. Það, að forsrh. hefur ekki búið þar um eins árs skeið, eru engin rök fyrir því að slíkur bústaður sé óþarfur. Ég mun því fylgja till. n. um að samþykkja frv. með þeirri breytingu, sem hún vill gera.