04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (1329)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Jón Pálmason):

Ég þakka góðar undirtektir, sem málið hefur fengið, og andmæli við till. hv. þm. N.-Þ., en annars kvaddi ég mér hljóðs vegna till. hv. þm. Borgf. um að taka málið af dagskrá að þessu sinni. Ég er sammála hv. þm. Borgf. um það, að heppilegt mundi vera að taka bústað forsrh. til þessara þarfa, en ég sé ekki, að hægt sé að gera það á annan hátt en þann að heimila ríkisstj. að framkvæma þetta Hins vegar sé ég ekki, að það þyrfti að kref jast breytinga á frv. Ég tel enga þörf að setja ákvæði um þetta í frv. sjálft, og þess vegna er ekki heldur nauðsynlegt að fresta málinu að mínum dómi.