06.02.1943
Neðri deild: 51. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (1333)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Jörundur Brynjólfsson:

Allir þm. vita glögg deili á því, hve erfitt er fyrir utanbæjarþm. að fá húsnæði hér og hve fráleita aðbúð sumir þeirra þurfa að hafa. Frv., sem hér liggur fyrir, er fram borið til að ráða bót á þessu. Ég teldi málinu bezt borgið með því, að frv. væri samþ. óbreytt eins og Ed. gekk frá því. Það felur í sér heimilfl fyrir ríkisstj. til þess að útvega utanbæjarþm. húsnæði með einhverju móti, og ég skil þetta svo, að ekki verði horfið að því ráði að reisa sérstakan bústað, nema ekki sé unnt að leysa málið a annan hátt. Ég er sannfærður um, að ríkisstj, ræðst ekki í slíka byggingu, nema hún telji það óhjákvæmilegt. Ég er líka sannfærður um, að sú bygging, sem reist yrði, mundi geta borið sig. Mér hefir lengi verið skortur á húsnæði fyrir aðkomumenn. Þegar þ. situr ekki að störfum, mætti leigja húsið öðrum. Ég hygg, að ekki yrði rasað fyrir ráð fram meðan mesta dýrtíðin er, því að þótt heimild standi í l., ber ekki að skilja það svo, að nú þegar skuli reisa bygginguna.

Mér finnst það satt að segja sérstaklega eftirtektarvert, ef ótilhlýðilegt þykir, að utanbæjarþm. eigi hér víst sæmilegt húsaskjól. Á síðastl. sumri voru margar byggingar reistar, sem höfðu minni rétt á sér en þm.- bústaður. Ég vona að hv. d. samþ. frv. og felli brtt., bæði á þskj. 283 og 343. Með samþykkt brtt. 283 getur málið orðið eyðilagt, og ég skil ekkert í því, að menn skuli vilja una því, að svo sé búið að utanbæjarþm., að þeir eigi ekki víst húsaskjól.

Um brtt. þskj. 343 vil ég geta þess, að búið er að verja of fjár til að vera forsrh.-bústaðinn vel úr garði, og er þar snið allt miðað við, að þar sé tekið á móti gestum ríkisstj. Það er sjálfsagt mál, að forsrh. þarf að geta tekið á móti gestum, og í annan stað fylgir það sama utanríkisrh.-embættinu. Til utanríkisrh. koma gestir víðsvegar úr heiminum. Ég tel því fráleitt að nota þennan bústað sem þm.-bústað, enda þyrfti þá að reisa nýjan bústað til sömu nota og þessi er ætlaður til. Það þýðir ekki að miða við það, þó að öðru hverju sitji forsrh., sem á svo stórt og gott hús, að hann geti tekið á móti gestum ríkisstj. Ef t.d. utanbæjarmaður tæki að sér forsrh.-embætti, hefði hann engan bústað í þessum bæ.