05.01.1943
Efri deild: 24. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (1341)

78. mál, þingsköp Alþingis

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég get að langmestu leyti látið nægja að vísa til fylgiskjals, sem prentað er með grg. frv. Það sýnir fullgreinilega, hvað fyrir okkur flm. vakir, og þörfina á þessari breytingu. Ætlazt er til, að föstum n, sé fjölgað um eina í hvorri deild, heilbrigðisog félagsmálanefnd, og verði vísað til hennar öllum málum, er varða heilbrigði, heilsuvernd og vandamál í því sambandi og margs konar félagsmál. Hingað til hafa slík mál verið í höndum allshn. En reynslan sýnir, að þangað berst svo mikið af málum, að hún hefur ekki við, og þessi flokkur mála er fyllilega nóg verkefni handa n. Sést það m.a. á því, að til heilbrigðismála og skyldra hluta er veitt miklu meira fé en til menntamála, og dettur þó engum í hug, að ekki þurfi sérstaka n. til að fjalla um þau í hvorri deild um sig.

Ég legg til, að málinu verði vísað til allshn. að lokinni umr.