23.03.1943
Neðri deild: 81. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1383 í B-deild Alþingistíðinda. (138)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. Þegar ég fyrir nokkrum dögum skýrði hv. d. frá því, að lokið væri sölu á gærum ársins 1942, gat ég þess, að samningar stæðu yfir um sölu á frosnu kjöti og að ástæða vari til að búast við góðum árangri innan fárra daga. Mér er mikil ánægja að skýra frá, að þessum samningum er nú lokið og Bandaríkjastjórn kaupir 1500 tonn af frosnu dilkakjöti fyrir verð, sem samsvarar kr. 5,40 pr. kg fob. Samningarnir voru undirritaðir í gær af formanni viðskiptanefndar og Hjálmari Björnssyni f.h. Bandaríkjastjórnar. Verðið er þannig hærra en markaðsverðið, sem vitað var um, þegar reiknaðar voru verðuppbætur í janúar, og er það um 21/2 millj. kr., sem sparast frá þeirri fjárhæð, sem þá var gert ráð fyrir. Það hefur heppnazt með báðum þessum sölum að fá nærri 4 millj. kr. umfram markaðsverðið, sem reiknað var með í janúar. Það standa yfir samningar um ullina, en ég geri ráð fyrir, að nokkur tími líði enn, þar til búast má við endanlegum árangri af þeim. Mun ég þá ljá hv. Alþ. niðurstöðuna.