11.01.1943
Neðri deild: 29. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 898 í B-deild Alþingistíðinda. (1399)

7. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Frsm. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. — Ef hv. þdm. lesa nál. og þau fylgiskjöl, sem með því eru, tvö bréf frá vegamálastjóra, sem hann sendi n., eftir að hún leitaði álits hans um málið, þá er alveg óþarfi að hafa langa framsögu um málið. N. byggir álit sitt á umsögn vegamálastjóra um málið.

Í frv. því, sem við flm, fluttum á þskj. 7, var farið þess á leit, að ríkissjóður tæki að sér að greiða að öllu leyti kostnað við samgöngubætur og fyrirhleðslu á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts. Vegamálastjóri gat ekki fallizt á frv. eins og það var flutt í fyrstu og gerði till. til breyt. á því, sem eru í samræmi við nál.

Það, sem er eftir að gera á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts og búið er að gera áætlun um, er:

1. Affallsgarður um 1600 metrar.

2. Þverárgarður um 2100 metrar.

3. Seljalandsgarður um 1200 metrar.

4. Flóðgáttir í Þverár-, Affalls- og Álagarða. Eins og skýrt er tekið fram í nál., þá hefur vegamálastjóri fallizt á, að ríkissjóður greiddi að öllu leyti Þverárgarð, Affallsgarð og Seljalandsgarð og sömuleiðis fyrirhleðslur til að veita Markarfljóti og Álum að Markarfljótsbrú, en leggur til, að l. séu óbreytt frá 1932 hvað snertir flóðgáttirnar, sem í frv. getur, þannig að sýslusjóður Rangárvallasýslu greiði 1/4 hluta þess kostnaðar, en ríkissjóður 3/4 hluta. Hins vegar hefur sýslusjóður leyfi til að innheimta hjá viðkomandi jarðeigendum kostnaðinn að einhverju eða öllu leyti eftir ástæðum.

Vegamálastjóri getur fallizt á, að ríkissjóður greiði kostnað við varnargarð fyrir innan Barkarstaði að 7/8 hlutum á móti því, að sýslusjóður kosti hann að 1/8 hluta. En þó að við flm. fáum ekki allt það samþ., sem við höfum farið fram á í frv., getum við sætt okkur við frv. eins og vegamálastjóri liggur til, að það verði, vegna þess að það mun vera svo viða annars staðar á landinu um flóðgáttir, að ríkissjóður kosti þær að 3/4 hlutum, en sýslusjóður eða viðkomandi sveitarfélög að 1/4 hluta.

Vegamálastjóri er þessu máli manla kunnuhastur. Og ég held, að hv. þdm. megi treysta því, að hann leggi ekki til, að ríkissjóður greiði meira af kostnaði við þessar framkvæmdir en sanngjarnt er, og það sé þess vegna óhætt fyrir hv. þdm., sem ekki eru kunnugir á þessu svæði, að taka till. vegamálastjóra til greina. Það getur tæpast verið nokkurt vafamál, að sýslusjóði Rangárvallasýslu beri ekki að sjá um það, að vatnið, sem rennur úr Þverá og fyrrnefndum vötnum, renni undir brúna. Ríkissjóður hefur byggt brúna til samgöngubóta í því skyni, að vatnið rynni undir brúnni, en ekki sitt hvorum megin við hana. En þannig mundi verða, ef ekki væri byggður varnargarður sá, sem vegamálastjóri leggur til, að ríkissjóður kosti að öllu leyti. Þar er því um samgöngubætur að ræða, og er því ótvírætt réttmæti þess að samþ., að ríkissjóður kosti það mannvirki. Og í frv. er ekki lagt til, að ríkissjóður kosti að öllu leyti nema varnargarðana, sem byggðir eru þannig til samgöngubóta til að halda vatninu undir brúnni, ef frv. verður samþ. eins og vegamálastjóri leggur til.

Vænti ég þess, að hv. þd. sjái sér fært að samþ. frv. í þeirri mynd, sem það er nú eftir till. vegamálastjóra, og vísi því til 3. umr.