08.02.1943
Efri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 909 í B-deild Alþingistíðinda. (1439)

55. mál, eignarnámsheimild á Höfn í Siglufirði

Frsm. (Bjarni Benediktsson):

Máli þessu var vísað til allshn. og varð n. sammála um að mæla með því. Í frv. þessu er farið fram á, að Siglufjarðarkaupstaður fái heimild til að taka eignarnámi mikinn hluta af landi því, sem bærinn stendur á, en tilheyrir jörðinni Höfn. Þar sem ljóst er, að það er mikið velferðarmál bæjarins, að skynsamlega verði farið með þetta land, þá telur n. brýna nauðsyn til þessa og leggur til, að heimildin verði leyfð.

Frv. þetta var víðtækara í fyrstunni, en öll ágreiningsatriði voru felld niður úr því í n. í Nd., svo að öll n. var sammála um það eins og það er nú.