11.01.1943
Efri deild: 28. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 914 í B-deild Alþingistíðinda. (1456)

12. mál, orlof

Frsm. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Hv. þm. Str. óskaði eftir því, að afgreiðslu frv. við 2. umr. yrði frestað, þar til hann hefði tíma til að koma fram með brtt., sem hann ætlaði að koma með. Hann rökstuddi beiðni sína með því, að póst-og símamálastj. hefði gert aths. og óskað eftir að koma að brtt. við frv. Ég get að sjálfsögðu fallizt á það, að hv. þm. Str. fái nægan tíma til þess að koma með þessar brtt. Allshn. þarf að athuga tilmæli póst- og símamálastj. um einstök atriði frv. En ég sé ekki, að það sé á nokkurn hátt nauðsynlegt að fresta afgreiðslu frv. við 2. umr. til þess, að þessi athugun á tilmælum póst- og símamálastj. geti komið fram og hv. þm. Str. getið komið með sínar till. Mér skilst, að hann geti komið með þær við 3. umr., og allshn. getur, áður en málið kemur til 3. umr., athugað ummæli póst- og símamálastj. og einnig till. hv. þm. Str., þær, er hann kynni að vilja bera fram. Ég verð þess vegna að óska eftir því, að 2. umr. málsins verði lokið nú..Að því er varðar brtt. hv. þm. Barð., þá vil ég ítreka það, sem ég sagði áðan, að n. tók það til athugunar, hvort ástæða væri til að banna þeim, sem fara í orlof, að vinna orlofstímanr., og niðurstaðan varð sú, að n. sú ekki fært að gera brtt. við 16. gr., og enginn nm. hefur viljað taka þessa brtt. upp. Mér virðist því að af afgreiðslu n. megi ráða, að henni hafi þótt þetta svo tvírætt, að tilgangslaust sé að fara nú að athuga þessa brtt. hv. þm. Barð. Ég get ekki heldur fallizt á ýmislegt annað, sem hv. þm. sagði um þessa brtt. sína, eins og það, að orlof kæmi ekki að fullu gagni, nema það væri tryggt, að þeir, sem í orlof fara, fengju ekki að vinna nein störf í orlofstímanum. Mér finnst, að reynslan hafi þvert á móti sýnt það, að orlof geti komið alveg að fullu gagni, þó að menn vinni við einhver störf orlofstímann. Mér er nær að halda, að mjög víða komi orlof þá einmitt fyrst að fullum notum, þegar þeir, sem orlofið taka, fá tækifæri til þess að vinna ákveðin störf, sérstaklega þeir, sem stunda innivinnu að staðaldri. Það virtist a.m.k. miklu heilbrigðara heldur en að menn væru skyldaðir til þess að vera iðjulausir orlofstímann. Ég held þess vegna, að brtt. hv. þm. Barð. sé mjög fráleit og það sé rétt að hafa það eins og það er í 16. gr., að þeim, sem í orlof fara, sé óheimilt að vinna fyrir kaupi í sinni starfsgrein í orlofstímanum, en þeim sé frjálst að velja um það, hvort þeir vilja vinna fyrir kaupi í öðrum starfsgreinum. Ég vil þess vegna óska eftir því, að frv. verði afgr. við 2. umr. og vísað til 3. umr., og vil ákveðið leggja til, að brtt. hv. þm. Barð. verði felld.