10.04.1943
Neðri deild: 95. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1395 í B-deild Alþingistíðinda. (147)

Þingfréttaflutningur í útvarpi

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. — Ég þakka hæstv. forseta fyrir yfirlýsinguna og góðar undirtektir við málið. Ég vil enn taka það fram til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að það er fjarri því, að ég hafi með þessu verið að ásaka forseta þingsins eða þingfréttamann útvarpsins. Það hefði átt að vera hlutverk hæstv. ríkisstj., sem bar þetta frv. fram, að taka þetta með í reikninginn. (PO: Það er ekki ríkisstj., heldur forsetar þingsins, sem eiga að hafa eftirlit með þingfréttaflutningi). Annars vil ég vænta þess, að af þessu gáleysi hljótist ekki neitt alvarlegt, og ég fagna því, að það skuli ekki eiga að koma fyrir aftur.