20.01.1943
Efri deild: 37. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (1497)

12. mál, orlof

Jónas Jónsson:

Hv. síðasti ræðumaður skilur ekki, að hann hefur með sinni framkomu reynt að sýna málinu óvirðingu og kulda. Hér er ekki fyrst og fremst um ákveðna peningaupphæð að ræða, heldur hitt, að fólk í sveitum hafi jafnan rétt til sumarleyfis og bæjarbúar. Hv. þm. er því beinlínis að halla á sveitirnar með framkomu sinni, og er þetta því verra sem hv. þm. og hans félagar hafa höggvið í þann knérunn nú nýlega að óvirða sveitirnar með skrifum í blöðum þeirra, þar sem farið hefur verið slíkum óvirðingarorðum um aðalframleiðslustarf sveitabænda, að furðu gegnir. Virðist svo sem þeir séu búnir að kasta grímunni og séu ekki lengur aðeins dulbúnir óvinir sveitanna.