20.01.1943
Efri deild: 37. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í B-deild Alþingistíðinda. (1498)

12. mál, orlof

Bjarni Benediktsson:

Ég er ekki nógu vel að mér um forsögu þessa máls, og því langar mig til að spyrja hv. formann Framsfl., hvort það sé ekki rétt, að sá flokkur hafi átt fulltrúa í n. þeirri, sem undirbjó þetta frv. Ef frv. er móðgun við bændur, hefur þá fulltrúi Framsfl. einnig tekið þátt í þeirri móðgun, eða gerði hann þann fyrirvara, að frv. yrði ekki einungis látið ná til kaupstaðanna? Þá vil ég spyrja, hvort þetta sé ekki þriðja þingið að minnsta kosti, sem hefur frv. til meðferðar, og hvort það sé ekki rétt, að því hafi jafnan verið tekið vinsamlega af Framsfl. Og sé svo, hvernig getur það þá verið móðgun við sveitirnar nú?