25.01.1943
Neðri deild: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í B-deild Alþingistíðinda. (1513)

12. mál, orlof

Eysteinn Jónsson:

Ég skal nú ekki tefja þessa 1. umr. lengi. Ég vil aðeins segja það, að mér finnst allir launamenn í landinu hafa tryggt sér sumarfrí, sem byrjaði hjá verzlunarmönnum, og er það ekki ólíkt því, sem farið er fram á í þessu frv.

Aðalbreytingin frá því, sem var, er sú, að þeir, sem ekki hafa samningsbundið sumarleyfi, verða þess nú einnig aðnjótandi. Þar sem þetta því er orðin almenn regla, þá er ekki von, að menn verði ánægðir fyrr en hún gengur jafnt yfir alla. Ég tel þetta því réttlátt. Ef þessu frv. væri vísað frá, þá leiddi það aðeins til þess, að þeir, sem lanast eru settir, fengju ekkert sumarleyfi, en hinir fengju það áfram eins og hingað til. Ég tel því eðlilegt, að allir komi hér á eftir verzlunarfólki, sem fyrst fékk þessi réttindi.