05.02.1943
Neðri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 947 í B-deild Alþingistíðinda. (1517)

12. mál, orlof

Sigurður Guðnason:

Mér finnst gæta dálítils misskilnings hjá hv. þm. V.-Húnv. Ég ætla ekki að fara að deila við hann um það, hvort menn, sem hafa 4% hærra kaup, fari frekar á fyllirí. Það er allt annað mái. En við skulum athuga t.d. með fasta starfsmenn. Það væri áreiðanlega óheppilegra fyrir þá að fá hærra kaup alla mánuði ársins en fá svo ekkert kaup þann tíma, sem þeir eru í fríi. Alveg hið sama er að segja um verkamennina; það myndi koma sér mjög illa fyrir þá að fá ekkert kaup þann tíma, sem þeir eru í sumarleyfi sínu. En væri þessi brtt. samþ., þá þýðir hún aðeins 4% kauphækkun og ekkert annað. Það er líka áreiðanlegt, að verkamönnum mundi reynast miklu erfiðara að skipta verkakaupi sínu og leggja til hliðar heldur en að þetta væri haft eins og frv. gerir ráð fyrir. Ég held því, að það væri ekki til bóta að samþ. þessa brtt. þeirra hv. þm. A.-Húnv. og hv. þm. V.-Húnv.