10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

43. mál, búfjártryggingar

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Landbn. hefur athugað þetta frv., sem er komið hingað frá Nd., og hefur komið sér saman um að mæla með, að það v erði samþ. óbreytt. Hér er í raun og veru um merkilegt mál að ræða, sem var þegar lögtekið hér á landi á 11. öld, þótt nokkuð væri það frábrugðið þessu frv. Á lýðveldistímanum höfðum við slíkar tryggingar, en síðan lögðust þær niður, og kom svo fyrsta lagasmiðin um þær fram fyrir 10–20 árum, en er nú fyllri en áður. Ég hygg, að ef vel er á haldið, geti þær orðið til mikils gagns; einkum ef voveifleg slys ber að höndum, án þess þó, að menn gæti ekki jafnt fjár sins eftir sem áður, því að hér er ekki um fullar bætur að ræða.

N. er sammála um að leggja til,. að frv. verði samþ. óbreytt.