06.02.1943
Efri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 956 í B-deild Alþingistíðinda. (1553)

115. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. — Það er algert samkomulag um þetta mál, og þarf ég því ekki að hafa um það langa framsögu. Það eru aðeins tvær leiðréttingar, sem hafa verið gerðar á frv. í till. n., og er önnur til leiðréttingar á prentvillu. Það hafði misprentazt númer á l., sem vitnað var til, 43 í staðinn fyrir að það átti að vera 34, sem hefur verið leiðrétt á tveimur stöðum, þar sem það kemur fyrir í frv.

Enn fremur er lagt til, að tilvitnunin í l. nr. 48 frá 1942 verði felld niður, vegna þess að það þykir ekki viðeigandi að binda þetta við þau l. af þeirri ástæðu, að rétt þykir, að það fari um dýrtíðaruppbótina almennt eftir því, sem breyt. kunna að verða gerðar á því í þeim l., sem um það gilda á hverjum tíma.

Með þessum breyt. leggur n. öll til, að frv. þetta verði samþ. Það virðist vera eðlilegt og réttlætismál, að þessir embættismenn, sem sannarlega eru ekki vel launaðir, fái sömu uppbætur og aðrir embættismenn ríkisins.

Legg ég svo til fyrir n. hönd, að frv. verði samþ. með þessum breyt. og því vísað til 3. umr.