05.01.1943
Efri deild: 24. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 957 í B-deild Alþingistíðinda. (1572)

75. mál, lögsagnarumdæmi Neskaupstaðar

Flm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er flutt eftir ósk bæjarstj. í Neskaupstað. Í stuttri grg. eru færðar þær ástæður fyrir því, sem þurfa þykir. Landshlutinn, sem ráðgert er að leggja undir lögsagnarumdæmi kaupstaðarins, er eign hans og algerlega skipt úr landi viðkomandi jarðar.

Að lokinni umr. vænti ég, að frv. fari til allshn. Þá vildi ég biðja n. að athuga form frv. og einkum það, sem varðar bætur þær, er kaupstaðurinn verður að greiða Norðfjarðarhreppi fyrir tekjumissi af landi þessu í framtíðinni.