17.02.1943
Neðri deild: 60. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (1589)

75. mál, lögsagnarumdæmi Neskaupstaðar

Áki Jakobsson:

Herra forseti. — Ég flyt við þetta frv. brtt. á þskj. 428, sem er aðeins orðabreyt., til að taka skýrar fram það, sem meint er með frv. Mér virðist vanta í 2. gr. frv. ákvæðið um það, að Neskaupstaður taki að sér framfærslu þurfamanna, sem eru eða verða og framfærslurétt eiga eða mundu eignast í Norðfjarðarhreppi, ef lög þessi yrðu ekki sett, o.s.frv. Þetta er það, sem meint er, en mér finnst ekki viðkunnanlegt að láta þessi orð vanta.