10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1614)

131. mál, útsvarsinnheimta 1943

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég hef á þskj. 376 borið fram brtt. við þetta frv. eins og það er á þskj. 322, þannig að 2. gr. falli niður. Mér skilst, að það sé ekki sanngjarnt, þó að frv. verði að l., að binda þegnum þjóðfélagsins þann bagga að greiða 1% af því, sem eftir er að innheimta.

Við 3. gr. hef ég líka ger t till. um, að við bætist greiðsla 1% vaxta fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefur verið í vörzlu viðkomandi bæjarsjóðs. Þá er komið jafnrétti á milli aðila, úr því að krefjast má dráttarvaxta af gjaldþegnum. Vona ég, að hv. þdm. geti fallizt á þetta.