13.04.1943
Efri deild: 99. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1399 í B-deild Alþingistíðinda. (165)

Starfslok deilda

forseti (StgrA):

Ég vænti, að þetta verði síðasti fundur d., þar sem gert er ráð fyrir, að þinglausnir verði á morgun. Ég vil mælast til þess, að mér verði heimilað ásamt skrifurum að ganga frá tveimur síðustu fundargerðum, sem ekki hefur verið tækifæri til að staðfesta, og ef engin mótmæli koma fram gegn því, skoða ég það samþ., og verður þá þannig að farið að staðfesta þessar fundargerðir.

Ég vil svo þakka hv. þdm. fyrir ágætt samstarf á þessu þingi og fyrir það, hvað þeir hafa gert mér sem viðvaningi í þessu starfi auðvelt að leysa það þannig af hendi, að ekki hlytust v andræði af.

Þó að nú sé verið að slíta þessu þingi, eða því sem næst, þá erum við, eins og hv. þm. vita, ekki þar með skildir að svo stöddu, þar sem nýtt þing kemur saman þegar að þessu þingi loknu, svo að ekki er ástæða til að kveðjast nú, en vil aðeins endurtaka þakklæti mitt til hv. þdm: fyrir gott samstarf á þessu þingi.