04.03.1943
Neðri deild: 71. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1022 í B-deild Alþingistíðinda. (1735)

33. mál, greiðsla íslenzkra afurða

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Ég hafði orð á því við 2. umr., að til mála kæmi að breyta 3. gr. frv., og hugsa mér nú að bera fram brtt., sein verður að vera skrifl., því að á öðru á ég nú ekki kost. Ég hef átt tal við meðnm. mína í allshn. um þetta, en till. er ekki flutt af hálfu n., og hafa þeir óbundnar hendur í atkvgr. um hana. Brtt. er á þá leið, að í 2. gr. á eftir orðunum „svo sem í 1. gr. segir“ komi innskot: nema annað hafi verið ákveðið með samningum við verzlanir eða fundarsamþykktum í samvinnufélögum. — Eins og þeir menn vita, sem til þekkja, er engin ástæða til að banna mönnum að samþykkja af eigin hvötum eða semja um það greiðslufyrirkomulag, sem þeir telja hagkvæmast í viðskiptum. Ég hygg framkvæmd þessarar löggjafar afar örðuga, nema brtt. verði samþ.