04.03.1943
Neðri deild: 71. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (1746)

33. mál, greiðsla íslenzkra afurða

Páll Zóphóníasson:

Ég er sammála hv. þm. um, að mjög æskilegt væri, að hægt væri að fá peninga fyrir vöruna, þegar er hún er tilbúin til sölu.

Hér á landi munu vera 94 peningaverzlanir. Af þessum stöðum, hygg ég, að ekki séu fleiri en 12 þar, sem sparisjóðir eru svo stórir, að þeir hafi aðstöðu til þess að greiða út, t.d. gegn greiðslu síðar á árinu, þegar á þarf að halda.

Þetta, að hafa peningaverzlun, er gersamlega óframkvæmanlegt, Við skulum segja, að maður tæki út peninga fyrir vöru sína. En menn þurfa smám saman á peningum að halda og taka þá einn og einn seðil upp. Þetta gerir það að verkum, að svona fyrirkomulag gæti ekki gengið.

1. gr. frv. er óframkvæmanleg, og verður því ekkert gert með hana, þótt hún verði samþ.