30.11.1942
Neðri deild: 7. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

2. mál, Stjórnarskrá

Forsrh. (Ólafur Thors):

Það frv., sem ríkisstj. ber hér fram á þessu þskj., er í samræmi við þá stjórnarskrárbreyt., sem samþ. var á þinginu í sumar. Frv. er að sjálfsögðu samhlj. þeirri stjórnarskrárbreyt., og er lagt til af hálfu ríkisstjórnarinnar, að það verði samþ. óbreytt. Þetta mál er öllum svo kunnugt, að ég sé enga ástæðu til þess að ræða það frekar og læt því þessi orð nægja.

Ríkisstj. hefur ekki lagt til, að ný stjórnarskrárnefnd yrði kosin, enda telur hún enga þörf á því, þar sem ekki getur verið um neinar breyt. að ræða á frv. og ekki annað við það að gera en annaðhvort að samhlj. það eða fella.

Stjórnin mun þó að sjálfsögðu ekki beita sér á móti skipun slíkrar nefndar, ef fram skyldi koma ósk um slíkt, og Sjálfstfl. mun fyrir sitt leyti samþykkja að leggja til menn í n., ef til kæmi.

Að svo mæltu legg ég til að frv. verði vísað til 2. umr. að þessari umr. lokinni.