10.02.1943
Neðri deild: 54. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1071 í B-deild Alþingistíðinda. (1809)

16. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Forseti (JJós):

Hér hafa komið fram kröfur um að fresta málinu og taka það út af dagskrá. Þær eru byggðar á því, að breyt. var gerð á málinu í Ed. Þessum kröfum hefur verið mótmælt, sérstaklega af hv. þm. Ísf., sem er formaður sjútvn., og hv. flm. Ég verð að fallast á þau rök, sem þeir hafa fram talið, að fyrir þá, sem vilja styðja að framgangi þessa frv. og aðaltilgangi, getur sú breyt., sem gerð var á frv. í Ed., ekki skipt neinu verulegu máli. Hins vegar er rétt að fara fram með allri sanngirni í þessu máli, og vil ég því gefa hv. þdm. tóm til að átta sig betur á þessari breyt., ef þörf er á, samkv. tilmælum hv. 2. þm. S.-M. Ég mun því fresta umr. um þetta mál um stund, tek það ekki út af dagskrá, en tek önnur mál fyrir.