10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1080 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

65. mál, sláturfjárafurðir

Gísli Jónsson:

Mér þykir ákaflega einkennilegt, að hv. landbn. skuli hafa þurft 7 eða 8 vikur til að komast að þessari niðurstöðu, og er það sízt fagurt fordæmi að halda máli í n. tvo mánuði, án þess að skila nái. Ég tel það að vísu rétta aðferð hjá hv. n. að senda málið þeim aðilum, sem hv. 1. þm. N.-M. gat um, en það nær engri átt að draga von úr viti að senda umsögn sina í þeim tilgangi að tefja málið og spilla því. Ég vil jafnframt geta þess, að þessi álitsgerð frá kjötverðlagsn. er mjög villandi, því að þar kemur ekki fram, hvernig málinu reiddi af í n., en mér er kunnugt um, að álitið marðist í gegn með mjög litlum meiri hl. Og mig furðar á því, að hv. landbn. og ekki sízt formaður hennar skuli vilja fella úr frv. ákvæði, sem hljóta að verða sett inn í l. fyrr eða síðar. Ég skil ekki, hvernig nokkur bóndi eða fulltrúi sveitakjördæmis getur lagt á móti slíkum ákvæðum sem miða að því að gera framleiðsluvörur bænda verðmætari. Ég viðurkenni, að með till. hv. n. er bætt úr misrétti, sem hefur viðgengizt og er í því fólgið, að enginn má í raun og veru slátra kind, nema hann sé samvinnufélagsmaður, þ.e. framsóknarmaður. Með 3. gr. l. er í rauninni stefnt að því, þegar þeir eru fallnir frá, sem áttu sláturleyfi fyrir 1933, að enginn geti slátrað kind, nema hann hafi gengið á vald ákveðinni pólitískri skoðun.

Ég hefði kosið, að hv. landbn. hefði tekið málið til athugunar að nýju, og kysi ég þá heldur, að það yrði afgr. með dagskrá, því að ég veit til þess, að ýmsir nm. telja, að margt í þessum l. hljóti að breytast. Mætti t.d. fela ríkisstj. að láta athuga málið og undirbúa löggjöf um þetta fyrir næsta þing, því að það tekur því varla að láta prenta þessi l. að nýju, þegar engu hefur verið breytt nema þessu eina atriði, sem fyrr er getið.

Það, hve ég er þessum málum kunnugur, stafar af því, að ég hef átt nokkur skipti við kjötverðlagsn. á undanförnum árum. Fyrrv. form. kjötverðlagsn. hefur neyðzt til þess s.l. þrjú ár að veita þetta leyfi gegn l. Ef l. eru til þess, að bændur þurfi að lúta verri kjörum en ef þau væru engin, þá skil ég ekki rétt hlutverk hv. Alþ.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta mái. Ég vil beina því til hv. frsm. landbn., hvort hún vilji ekki taka aftur brtt. sínar eða þá vísa málinu frá með rökst. dagskrá. Það munar ekkert um þessa smávægilegu breyt. á l., þar sem vitað er, að þessi l. verða að breytast rækilega fyrr eða síðar.