26.02.1943
Efri deild: 65. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1084 í B-deild Alþingistíðinda. (1862)

80. mál, brúargerð

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Herra forseti. — Svo sem að er vikið í nál. sjútvn. á þskj. 457, hafa samgmn. beggja d. haft samvinnu um afgreiðslu þessa máls og þá um leið tekið fyrir allar þær brtt., sem fram hafa komið í þinginu snertandi brúalögin. Í þessa athugun lögðu n. allmikla vinnu ásamt vegamálastjóra, og eru teknar upp hér allar þær brtt., sem nú hafa komið fram á þessu þingi viðvíkjandi brúal., og auk þess mjög margar, sem að ýmsu leyti eru komnar frá vegamálastjóra. Ég hygg nú, að að þessu máli hafi verið unnið þannig, að vænta megi, að ekki þurfi að verða gerðar miklar breyt. á brúal. á næstu árum. Því að þar sem hv. samgmn. hefur skort kunnugleika, þá hefur vegamálastjóri bætt þar úr. Hygg ég, að fullrar sanngirni hafi verið gætt um till. allar. Þar sem þessi breyt. er mjög gagnger á brúal. eftir þessari brtt., þótti n. við eiga að taka upp í frv. þetta, sem þessi brtt. á þskj. 458 er við, 2. gr. brúal. alla. Og er það gert vegna þess, að þá eru á einum stað öll þau ákvæði, sem snerta þetta atriði, hverjar brýr skuli kostaðar af ríkissjóði og á hvern hátt. Og þótti þetta rétt ekki sízt fyrir það, að fyrir n. lágu till. frá vegamálastjóra um að nokkuð yrði breytt þeim tölum í 3. kafla 2. gr. brúal., þar sem ákveðið er, á hvern hátt ríkissjóður taki þátt í byggingu annarra brúa heldur en þeirra, sem til teknar eru í 1. og 2. kafla 2. gr. Vegamálastjóri lagði til, um þennan 3. kafla, að ákveðunum um þær brýr, sem ríkissjóður tekur þátt í byggingarkostnaði við með öðrum hætti en greint er í 1. og 2. kafla, yrði breytt þannig, að lágmarksupphæðirnar yrðu sem næst tvöfaldaðar. Samgmn. þótti þetta nokkuð langt gengið, þó að hún viðurkenndi það fyllilega, að verðhækkun sú, sem nú hefur átt sér stað, geri það eðlilega að verkum; að það er ekki ósanngjarnt, að þetta mark sé eitthvað hækkað. En þar sem n. gerir ráð fyrir, að brúal. muni standa nokkur ár, þá virðist henni það vera óáætilegt að miða þetta viðbyggingarkostnað brúa eins og hann er nú á þessum tíma. Og hefur því n. lagt til, að við þessar upphæðir yrði bætt 50%, þannig að í staðinn fyrir 8 þús. komi 12 þús. og í staðinn fyrir 16 þús. komi 24 þús. Hefur vegamálastjóri lýst yfir, að hann muni sætta sig við það, þó að hann hins vegar áliti að þessar upphæðir séu a;llt of lágar, ef gert yrði nokkuð að brúarbyggingum, meðan sama dýrtíðin er í landinu, sem nú er. En ég geri ráð fyrir að varla verði, meðan svo er, unnið að brúargerðum, nema þar sem brýnust nauðsyn kallar að.

Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að samgmn, beggja d. standi að öllu leyti óskiptar að þessum brtt. Og ég vildi mega vænta þess, að eftir þá vinnu, sem búið er að leggja í undirbúning þessa máls, þá gæti það gengið greiðlega gegnum báðar d. þingsins; því að til n. þarf málið ekki að fara í hv. Nd., og ætti því að geta gengið nokkuð greiðlega gegnum hana.

Ég vil vekja athygli á því, að með nál. er prentað fylgiskjal, þar sem er grg. allýtarleg frá vegamálastjóra fyrir þeim brtt., sem lágu fyrir og n. gerði að sínum brtt.