02.03.1943
Efri deild: 67. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1101 í B-deild Alþingistíðinda. (1879)

80. mál, brúargerð

Gísli Jónsson:

Hér hafa orð fallið á þá leið, að hv. samgmn. sé að beita hv. þm. órétti, þó að hún finni að því, að brtt. skuli vera fram bornar við :3, umr. Þetta er ekki rétt. Hið eina, sem samgmn. lagði til, var, að brúal. væru þannig undirbúin, að eigi þyrfti að opna þau við 3. umr. Það er hætt við, að það komi of mikið fram af brtt. og það mundi leiða til þess, að málið þyrfti að taka upp að nýju, og slíkt mundi e.t.v. tefja málið svo, að það yrði ekki afgr. á þessu þingi. Viðvíkjandi fyrirspurn hv. 2. þm. Árn. þess efnis, hvaða till. væru í frv., sem væru án vitundar vegamálastjóra, þá get ég sagt það, að það, sem hv. frsm. n. meinti, var, að vegamálastjóri hefði óskað eftir því, að l. yrðu samin upp. Og það er áreiðanlegt, að hv. n. hefði aldrei sett trú sína á l., sem vegamálastjóri væri andvígur. (EE: Var frv. flutt samkv. till vegamálastjóra?) Nei, en það var borið undir hann. Við það átti hv. frsm., þegar hann minntist á þetta. Ég veit ekki, hvort hæstv. forseti hefur í hyggju að fresta umr. eða slíta henni, en mér fyndist réttara að fresta henni, svo að hv. n. gefist tækifæri til að athuga brtt. þær, er fram hafa komið.

Sem svar við fyrirspurn hv. 1. þm. Eyf. um það, til hvers 3 umr. væru hafðar um mál, vil ég spyrja hann annarrar spurningar, og hún er þessi: hvers vegna vildi þessi hv. þm. hafa aðeins eina umr. um mál, sem var á dagskrá í hv. d. í gær, og var svo breytt, að það var sem nýtt mál?

Ég tel það enga goðgá, þó að þm. taki til máls í málum, og mér finnst það skylda þm. að kynna sér þau til hlítar. Ég tel þingsiði þessa hv. þm. sízt betri en okkar nýgræðinganna, sem viljum ræða málin og kynna okkur þau.