02.03.1943
Efri deild: 67. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1102 í B-deild Alþingistíðinda. (1880)

80. mál, brúargerð

Bernharð Stefánsson:

Það eru aðeins örfá orð út af því, hvers vegna ég hefði viljað hafa eina umr. um þetta mál, sem var hér í hv. d. til meðferðar í gær, um kynnisferðir sveitafólks. É,g lít svo á, að það hafi ekki verið nýtt mál, heldur mál, sem þrjár umræður var búið að hafa um í þessari hv. d. En hafi það verið nýtt mál, þá er bezt að spyrja hv. þm. Barð. og hæstv. forseta, sem greiddu atkv. með því, að þetta skyldi skoðast nýtt mál, hvort venjuleg lagafrv. séu afgr. með fjórum umr. samtals í þinginu, einni í annarri d. og þremur í hinni.

Ég heyrði það hjá hv. þm. Barð., sem ég hef orðið var við hjá fleiri nýtum þm., að þeir halda að menn hugsi ekki um málin og hafi engan áhuga á þeim o.s.frv., nema þeir haldi hróka-. ræður um þau. Ég býst við, að hv. þm. Barð., ef hann á eftir að verða í 20 ár á þingi, muni eftir þann tíma ekki hugsa svona, heldur vita, að þessar ræður hafa oft ekki svo mikla þýðingu, sérstaklega þegar ekki fleiri hlusta heldur en nú síðast á ræðu hans. Og úr því að hann gerði fyrirspurn í sambandi við þetta, vil ég einnig spyrja hann, hvernig hann héldi, að þingið yrði búið eða hvort hann héldi, að árið mundi endast til þinghaldsins, ef allir hv. þm. ættu að taka hann, hv. þm. Barð., til fyrirmyndar í ræðumennsku.