09.03.1943
Neðri deild: 72. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

80. mál, brúargerð

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. — Ég skal geta þess í sambandi við það mál, sem hér var til meðferðar næst á undan, breyt. á vegal., að það var aðeins frá sjónarmiði n. það æskilegasta, — og þess vegna till. mín —, að mál það hindraðist alls ekki á braut sinni, því að það var búið að vera til meðferðar í n. alveg eins og mál það, sem hér liggur fyrir um breyt. á l. um brúargerðir. Þessi mál hafa að sumra dómi bæði verið of lengi í meðferð hjá n. En ég tel, að það hafi ekki verið kleift að komast að niðurstöðu og sízt svo góðri sem ég tel, að hafi orðið í báðum þessum málum —, á skemmri tíma. Það er eins um þetta mál, sem komið er hér nú til umr. og kemur frá hv. Ed., um brúargerðir, eins og um vegalagabreyt., að það er lögð áherzla á það nú eins og komið er, að þessum málum sé hraðað eins og verða má, því að héðan af má það ekki koma fyrir, að þau dagi uppi. Hæstv. forseti veit nú kannske gerr en ég, hve lengi þing stendur. Ég vil vænta þess, að þessi mál gangi sinn greiða gang. Og að því er snertir breyt. á I, um brúargerðir, sem hér liggur fyrir, þá hefur það frv. þegar verið í meðferð nefnda, og mun því óþarft að ætlazt til þess, að það gangi til samgmn. hér í þessari d., og vil ég því aðeins mæla með því, að það verði látið ganga hindrunarlaust til 2. umr.