09.03.1943
Neðri deild: 72. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

80. mál, brúargerð

Forseti (JJós):

Út af því, sem hv. 10. landsk. þm. sagði um bæði þessi mál, vil ég geta þess, að mér er ekki í hug að tefja á nokkurn hátt framgang vegalagabreyt. Hitt sé ég ekki, að mér sé fært að láta ekki koma undir atkv. brtt., er liggja hér fyrir prentaðar á þskj. og löglega hefur verið útbýtt, án þess að þeir, er flytja þær till., hafi látið í ljós vilja sinn um þá meðferð þeirra. En ég vona, að það sé svo samstilltur vilji allra hv. þm. um að láta þetta mál ganga fram, að það þurfi ekki að koma að sök, þótt látin sé bíða atkvgr. um vegal. Ef um sök væri að ræða í þessu sambandi, þá er það þeirra hv. þm., sem ekki mæta á fundi, þegar áhugamál þeirra eru tekin á dagskrá.

Um síðara atriðið vil ég segja það, að ég tek undir þá ósk hv. 10. landsk. þm. til hv. þdm., að þetta frv. um brúagerðir megi ganga áfram til 2. umr. án n.