15.03.1943
Neðri deild: 75. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1106 í B-deild Alþingistíðinda. (1893)

80. mál, brúargerð

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég hafði ekki búizt við því, að margar brtt. mundu koma fram við brúal., en ég sé, að hér eru komnar fram nokkrar brtt., og því hef ég leyft mér að taka nú upp brtt., sem hv. samþm. minn bar fram í Ed., og leggja hana fram sem skrifl. brtt. En þessi brtt. er um það, að tekin v erði upp í brúal. brú á Jökulsá á Dal hjá Brú. Þarna hagar svo til, að ekki er hægt að komast yfir þetta vatnsfall nema annað hvort með því að fara upp á fjöll, eða þá með því, að fara yfir það á dráttarkláfi. Það er ekki svo vel, að þarna séu götuslóðar, eins og hv. 1. þm. þm. sagði, að væru frá Tungufljótsbrú og niður í Bræðratunguhverfi, heldur er hér um vegleysur einar að ræða. Þessi till. á því ekki minni rétt á sér en sú brtt., og vil ég leyfa mér að afhenda hæstv. forseta þessa skrifl. brtt.