10.02.1943
Neðri deild: 54. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1110 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Hér liggja fyrir brtt. við þetta frv. Það urðu nokkrar umr., þegar málið var til 1. umr., sérstaklega viðvíkjandi því, hvort ráðlegt sé að ákveða nú þegar strangt mat á kartöflum að því er tegundir snertir. N. hefur ákveðið í samráði við andmælendur, hv. þm. Borgf. og fleiri, að flytja hér till. um bráðabirgðaákvæði, þar sem segir svo, að þessi ákvæði komi ekki til framkvæmda fyrst um sinn, fyrr en meiri reynsla er fengin í þessu efni. Hinar brtt. eru að mestu leiðréttingar og lítils háttar orðabreyt., sem hafa ekki nein áhrif á efni málsins.