15.03.1943
Efri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1930)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Gísli Jónsson:

Ég vil aðeins lýsa yfir, að mér þykir vænt um, að form. n. hefur óskað að taka þetta mál út af dagskrá til morguns, því að annars hefði ég neyðzt til að bera fram brtt. um, að 2. mgr. falli niður. En ég vil benda á, ef hún á að standa í frv. yfirleitt, þá er nauðsynlegt að hafa beint ákvæði um, að ágóðinn, sem af þessu fæst, verði notaður til þess að jafna verð annars staðar í landinu, svo að þjóðin öll fengi lægra kartöfluverð í heild, með því að lagt yrði meira á hinar innlendu kartöflur en heimilt er samkv. núgildandi l. Það getur verið, að ég geti fylgt þessu í slíku formi. En frekar hefði ég óskað eftir, að þetta ákvæði hefði verið fellt úr.