17.03.1943
Efri deild: 74. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í B-deild Alþingistíðinda. (1934)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Frsm. (Páll Hermannsson):

Út af umr. um þetta mál hér í hv. d. í fyrradag kom meiri hl. landbn. saman á fund í dag. Þessi meiri hl. (3 nm. af 5) varð sammála um afstöðu sína til málsins. Hv. þm. Barð. benti þá á, að ákvæði 5. gr., þar sem segir, að innflutta garðávexti megi aldrei selja lægra verði en innlenda miðað við sama tíma og sömu gæði, gæti e.t.v. rekizt á l. um verðlag frá 13. febr. 1943; þar sem segir í 1. gr., að ákvæði þeirrar gr. taki ekki til vörutegunda, sem verðlagðar eru samkv. sérstökum l. Nú eru að vísu innlendir garðávextir svo og kjöt og mjólk verðlagt samkv. sérstökum l. Um kartöflur er það að segja, að yfirleitt mun gengið út frá því, að þær séu innlendar. Þó getur það auðvitað komið fyrir, að flytja þurfi inn kartöflur frá öðrum löndum. En við í landbn. teljum, að þótt um slíkt væri að ræða, þyrfti þetta ákvæði um verð á erlendum kartöflum tæplega að rekast á fyrrnefnd l. um verðlag.

Hæstv. fjmrh. lét á sér skilja, að það kynni stundum að mega teljast ósanngjarnt að ákveða verð á erlendum kartöflum jafnhátt og verð á jafngóðum innlendum. Ég vil ekki deila við hann um þetta. Hér getur staðið ýmislega á. Nú eru t.d. horfur á, að nauðsynlegt reynist að flytja inn allmikið af erlendum kartöflum. Ég veit ekki, hvort verð á þeim verður hærra eða lægra en á íslenzkum kartöflum, en ég hef ástæðu til að ætla, að þær verði ekki ódýrari en íslenzkar, ef þær koma frá Ameríku, og styðst ég þar við vitneskju mína um farmgjöld fyrir ýmsar vörur þaðan. En komi þær frá Englandi, er ekki ólíklegt, að þær verði talsverðu ódýrari. Nú mun vera til talsvert af kartöflum á Norðurlandi, en lítið á Suðurlandi. Býst ég við, að kartöflur norðan lands yrðu seldar með svipuðu verði og á þeim er nú og erlendar kartöflur hér á Suðurlandi þá sama verði og hinar, ef ekki yrðu orðnar verulegar breytingar á verðlagi í landinu um þær mundir. Það er svo um flesta framleiðslu okkar, að það væri dauðadómur á hana, ef erlendar vörur væru seldar ódýrar en innlendar. Landbn. befur því ekki þótt ástæða til að bera fram brtt. út af umr. þeim, sem hér urðu í fyrradag, en aðrir hv. þm. verða að eiga um það við sjálfa sig, hverja afstöðu þeir vilja taka í málinu. — Um brtt. á þskj. 538, frá hv. 2. þm. Árn., er það að segja, að landbn. ákvað á fundi í gær að hafa óbundin atkv. um hana, en taldi þó, að hún breytti ekki miklu efnislega.