17.03.1943
Efri deild: 74. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (1944)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Gísli Jónsson:

Það hefur komið skýrt fram undir þessum umr., að landbn. og forstjóra Grænmetisverzlunarinnar hefur verið kunnugt um það, að þessi l. brjóta í bága við gjaldeyrisl., því að ef felld væri niður 2. gr. frv., gæti Grænmetisverzlunin ekki lagt meira á heldur en verðlagsákvæði verðbindingarl. ákveða, og því hefur verið lögð svo mikil áherzla á að halda þessum ákvæðum inni. En Grænmetisverzlunin er nú eini innflytjandinn, sem getur ráðið því, hvað lagt er á vöruna.

Ég tel ekki rétt, að haldið sé áfram á þeirri braut, sem hér er farið inn á. Hér er verið að leggja nýjan skatt á menn, sem borða kartöflur, en leggja verzlunarskatt á íslenzka framleiðslu. Hér er settur inn nýr viðreisnartollur, sem neytendurnir verða að greiða. Ég er algerlega á móti þessu. Hins vegar er ég alveg sammála hv. þm. Str. um það, að það eigi að athuga þessa 5. gr. betur, og ég held, að það væri rétt fyrir hv. landbn. að taka þessi ákvæði til athugunar á ný, því að ef það verður ekki gert, þá verður bráðlega að gera breyt. á þessum l. á ný.