19.12.1942
Neðri deild: 22. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

85. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Hv. þm. Vestm. fann þessu frv. ýmislegt til foráttu. Ég lasta sízt, þótt það sé rætt frá ýmsum hliðum. Ég viðurkenni fyllilega, að þetta er mikið vandamál. Mér dylst ekki, að ekki verður stýrt fyrir öll sker í þessu máli, kannske sízt í þessu máli af öllum málum. Mér er líka fyllilega ljóst, að það eru fáir, sem hafa erfiðari persónulega aðstöðu en ég til að koma fram með og biðja um samþ. á ráðstöfunum sem þessum, sem mörgum mun finnast harðhentar og óbilgjarnar. En þeir, sem finnast aðgerðirnar sárar, mega vita, að afturbatinn verður þeim jafnt til góðs og öðrum mönnum, sem þetta land byggja. Það er trú mín og sannfæring, að þetta sé óhjákvæmilegur grundvöllur til að geta hafizt handa í þessum efnum og sess vegna geri ég það.