17.03.1943
Neðri deild: 77. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1189 í B-deild Alþingistíðinda. (2070)

8. mál, vegalög

Gunnar Thoroddsen. Herra forseti. — Það er allundarlegt sjónarmið, sem kemur fram hjá hv. 10. landsk., að ég geti gert mig ánægðan, af því að ég hafi fengið teknar upp í brtt. n. tvær brtt. af fjórum, sem ég bar fram. Það virðist miðað við það, að hver þm. fái fram 50% af tölu till. sinna án tillits til þess, hve langa vegi er um að i°æða og hve mikil réttlætiskrafa er á bak við till. Mér virðist þetta undarlegt sjónarmið, og ég hefði vissulega getað borið fram fleiri brtt., ef ég hefði vitað, að n. ætlaði að láta ná fram að ganga 50% af tölu brtt. (GSv:

Það má gera leik að öllu). Þessar till., sem vegamálastjóri lagði til, voru bornar fram af hv. 1. þm. Árn. (GSv: Á að fara í manngreinarálit?). Það, sem er aðalatriðið, sem ég vildi benda á, var þetta undarlega sjónarmið og svo hitt, sem ég vil leggja áherzlu á, sem hv. frsm. virðist alls ekki skilja eða þá snúa út úr, að n. sjálf hefur fallið frá þeim grundvelli, sem hún hafði lagt. Hv. frsm. talar um, að sætt sé sætt, og að ég gangi hér á gerðar sættir. Það er ekki ég, heldur samgmn., sem gengur á gerðar sættir. Þegar við mættum á fundi n., sem þessi hv. þm. var að vísu ekki á, þá var skýrt fram tekið, hvort ekki væri hægt að sættast upp á það að taka aðeins þær till. til greina, sem vegamálastjóri mælti með. Og á þeim grundvelli tók ég til baka till. mínar, sem hann mælti ekki með. Nú hefur samgmn. hins vegar á síðustu stundu komið með brtt., sem vegamálastjóri ekki mælti þá með. Og með því var rofin þessi sætt. Það er vegna þessara vinnubragða, að ég get ekki sætt mig við, hvernig þetta mál er í pottinn búið, fyrst að sættast upp á að taka með aðeins brtt., sem vegamálastjóri mælti með, og síðan á síðustu stundu að taka aðrar brtt. til greina og mæla með, að þær nái fram að ganga.