17.03.1943
Neðri deild: 77. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (2072)

8. mál, vegalög

Gunnar Thoroddsen:

Það var algerlega rangt hjá hv. frsm. samgmn., að af því að búið hafi verið að gera sættir um fyrri till., sé þess vegna nú sáttarof að koma með nýjar brtt. Hann veit, að sú sætt að taka þá aftur þær brtt., sem vegamálastjóri mælti ekki með, var á þeim grundvelli, að aðrar till. yrðu teknar til baka. Þeim grundvelli hefur verið kippt burt, og er því ekki um sáttarof að ræða með því að koma með nýjar brtt. nú.