23.03.1943
Efri deild: 79. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1192 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

8. mál, vegalög

Gísli Jónsson:

Ég gat þess hér við 1. umr. þessa máls, að það mundi ekki vera ástæða til þess að senda sjálft þetta frv. til n., og að þeir, sem sæti eiga í samgmn. þessarar hv. d., og þar með ég sjálfur, mundu ekki koma með brtt. nema því aðeins, að þær kæmu frá öðrum hv. þm. Nú hafa komið hér fram brtt. við þetta frv., bæði á þskj. 581 frá hv. 1. þm. Eyf. (BSt) og einnig tvær aðrar, á þskj. 584 og 585. Og eru allar þessar brtt. teknar upp í samræmi við aðaltill., sem fluttar voru á sínum tíma, þó að ekki fengju þær meðmæli vegamálastjóra á sínum tíma, og þá ekki heldur brtt. á þskj. 581.

Ég vildi nú mælast til þess við hv. fjhn. þessara till. — og mun sjálfur gera það —, að þessar brtt. verði teknar aftur til 3. umr., til þess að samgmn. fengi tækifæri til þess að ræða þær einnig í samráði við samvn. samgöngumála.