25.03.1943
Efri deild: 81. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1203 í B-deild Alþingistíðinda. (2101)

8. mál, vegalög

Bernharð Stefánsson:

Hv. form. allshn., þm. Barð., gat þess, að hver þm. hefði verið spurður um það, hvað hann gæti gert sér að góðu viðvíkjandi þessum vegalögum. Ég veit ekki, hvað ég á að segja um þetta hvað mig snertir. Tveir hv. þm. úr allshn. áttu að vísu tal við mig snemma á þingi og sögðu mér, hvað vegamálastjóri vildi fallast á af till. mínum. Ég gat þess við þá, að ég óskaði annars fremur en þess, sem vegamálastjóri lagði til, en eftir því. fóru þeir, en ekki eftir hinu, hvað ég hefði einkum óskað. Annars er það ákaflega einkennilegt og upplýsandi um störf þessarar n., sem hv. form. skýrir frá hér. Hann sem sé segir, að n. hafi aldrei athugað, hvar þörfin væri mest, heldur eftir því, að því er mér skilst, eingöngu farið eftir því, hvernig hún gæti framast gert þm. ánægða. Ég held nú, að það væri yfirleitt hlutverk n. eins og annarra n. í þinginu að athuga það og gera till. eftir því, hvað alþjóð er gagnlegast. (GJ: Það fékkst með till. vegamálastjóra.) Hann segir, að það hafi fengizt með till. vegamálastjóra. Ég veit ekki, hvort vegamálastjóri er bærari að dæma um það en hver annar að segja, hvaða þjóðvegi eigi að gera. Ég veit, að hann er miklu bærari en ég og hv. form. samgmn. og aðrir að segja, hvernig á að leggja veg, hvað hann muni kosta og annað slíkt. Til þess þarf fagmann. En ég er ekki sannfærður um, að þurfi fagmann til að segja, hvar vegur á að vera þannig, að hann komi almenningi að sem mestum notum.

Þá var hann að hafa upp eftir hv. þm. Dal., að ég hefði farið rangt með orð hans. Hann segist ekki hafa haft fyrir því að athuga, hvernig ummæli mín féllu. Hv. þm. Dal. misskildi þau líka. Ég var ekki að segja, að hann hefði sagt, að það kæmi óreiða á þetta kerfi, ef brtt. yrðu samþ., en hann tók orð mín svo, og hv. þm. Barð. hafði það líka athugalaust eftir sessunaut sínum. Ég var að segja, og ég vona, að það standi á sínum stað hjá þingriturum og einnig í ræðu hv. þm. Dal., að hann hafi verið að gizka á það, að n. mundi finnast koma óreiða á þetta kerfi, ef einhverjar brtt. yrðu samþ. Þetta sagði hv. þm. Dal., og þetta var það, sem ég vitnaði til. Hvor okkar hefur óreglulegra hugsunarkerfi, ég eða hv. þm. Barð., ætla ég ekki að fara út í, það verður kannske aldrei úr því skorið, en ég held, að það væri þó betra fyrir hv. þm. Barð. yfirleitt að gefa sér tíma til að hugsa svolítið meira, áður en hann talar.

Eiríkur Einarsson: Það er eitt atriði, sem hér hefur komið til umr., sem gefur mér tilefni til að rísa úr sæti mínu, en það er það, að menn úr samgmn. leggja ríka áherzlu á, að frv. verði ekki opnað, heldur samþ. eins og það liggur fyrir. Þar finnst mér skina of mikið í, að búið sé að eyða mikilli umr. í frv. og ganga vel frá því og þetta eigi að vera til frambúðar. Í sambandi við þetta hefur einnig komið fram, að af hálfu n. hafi verið leitað álits hjá einstökum þm., hverjar óskir þeirra væru um vegagerðir, þegar ætti að ganga frá vegalögunum eins og eins konar stjórnarskrá fyrir áratugi. Þessi rödd hrópandans hefur alls ekki borizt mér til eyrna, og ég bar fram till. mína án þess að ráðgast við samgmn. eða vegamálastjóra, af því að ég vissi ekki, hvað ríkt var á haldið um meðferð málsins í d. Áður en gengið er til atkv. um till. mína í d., vil ég að þetta komi skýrt fram. Ég álít, að til þess að þetta séu samrímanleg orð, þurfi að vera áhöld um, hvað n. er vandlát um að hrófla ekki við till. sínum eins og þær leggja fyrir og hitt, að þetta sé unnið á opinberu sviði á Alþingi og þm. hafi verið undirstungnir með þetta mál, þó að þar hafi út af brugðið eins og ég hef nú lýst, því að það er misskilningur, að öllum þm. hafi gefizt tilefni til að láta í ljósi óskir sínar og þarfir í vegamálunum.